Höfundaréttur.is

©

Höfundaréttur.is

Höfundaréttur fjallar um vernd hugverka. Þessi réttindi geta verið ýmiskonar, lista- og bókmenntaverk og önnur tengd réttindi. Verndin/einkarétturinn er síðan afmarkaður með lögum. Ákvæði laga á sviði höfundaréttar fela í sér einkarétt eiganda þessara réttinda á að nota umrædd verk í atvinnuskyni.

Tónlist

Höfundaréttur nær m.a. yfir þá tónlist, texta og nótur sem höfundar hafa samið. Með því er átt við að bannað er að afrita, birta og dreifa verkum nema með samþykki höfundar eða annað sé tekið fram í lögum.

Kvikmyndir

Allar gerðir kvikmynda eru verndaðar af höfundarétti svo lengi sem þær uppfylla verndarskilyrði laganna. Engu máli skiptir hvort sé um að ræða langar kvikmyndir eða stuttar eins og t.d auglýsingar.

Útvarp

Útvarp byggist að miklu leyti á flutningi á verkum sem njóta verndar í höfundarréttarlegum skilningi. Þó má geta þess að útsendingar frá íþróttarviðbruðum og opinberum viðburðum falla ekki undir höfundaréttarvernd þannig aðverndin nær ekki tl allra útsendinga

Sjónvarp

Í samræmi við höfundalög geta sjónvarpsstöðvar ekki notað vernduð myndverk í útsendingum sínum eða annari starfsemi nema með leyfi Myndstefs / höfundar. Í hvert sinn sem verk er endurbirt í sjónvarpi ber að hafa samband við Myndstef sbr. allsherjarsamning við Myndstef (sbr. 25.gr. 2.mgr. höfundalaga).

Texti

Texti bókmenntaverka nýtur höfundaréttar ásamt titlum höfundaréttarvarinna verka. Titill verður þó að vera frumlegur og sérkennilegur eigi hann að njóta höfundaréttar.

Myndir

Myndverk er samheiti sem tekur til málverka, ljósmynda, höggmyndalistar og fleiri tegunda sjónrænnar listar. Slík verk njóta ríkrar verndar íslensku höfundalaganna, sem sést einna helst af takmörkun á umráðarétti eiganda einstaka verndaðra höfundaverka í ákvæðum 24. gr. og 25. gr. höfundalaga.

Netið

Í aðalatriðum gilda sömu reglur um höfundarétt á verkum á Netinu og í öðru formi. Verk, sem birt eru á Netinu, er einungis heimilt að lesa af skjá samkvæmt íslensku höfundalögunum.

Tölvur

Hugbúnaður nýtur verndar rétt eins og bókmenntaverk sbr. 4. mgr. 1. gr. höfundalaga. Þar segir að tölvuforrit er samansafn upplýsinga eða skipana sem hafa þann tilgang, beint eða óbeint, að fá tölvu til þess að upplýsa eða framkvæma eitthvað eða láta hana hafa ákveðið hlutverk, ná ákveðnu markmiði, lausn eða árangri.