Höfundaréttarnefnd er skipuð sjö sérfróðum mönnum á sviði höfundaréttar. Hlutverk nefndarinnar er að vera mennta- og menningamálaráðherra til ráðgjafar um höfundaréttarmál.
Ráðherra skipar til nefndina til fjögurra ára í senn og hefur við það samráð við helstu höfundaréttarsamtök landsins. Með þessu er ekki átt við að samtökin eigi sér fulltrúa í nefndinni heldur á ráðherra að hafa samráð við samtökin um hverjir skuli skipaðir í höfundaréttarnefndina. Formaður nefndarinnar er valin óháð tillögum höfundaréttarsamtaka enda er hlutverk hans að tryggja jafnvægi á milli hagsmuna notenda og rétthafa á sviði höfundaréttar.
Í höfundarréttarráði sitja fulltrúar tilnefndir af þeim samtökum sem hlotið hafa lögformlega viðurkenningu mennta- og menningamálaráðuneytisins til meðferðar höfundaréttar, svo og annarra helstu höfundaréttarsamtaka í landinu. Einnig sitja fulltrúar útvarpsstofnana og annarra hagsmunaaðila.
Hlutverk ráðsins er vettvangur fyrir kynningu og umræðu um þau höfundaréttarmálefni sem efst eru á baugi á hverjum tíma, einkum tillögur um breytingar á höfundalögum og áhrif höfundalaga á samfélagið.
Höfundaréttarráð starfar eftir reglugerð nr. 500/2008. Þar kemur fram fulltrúar hvaða hagsmunaaðila eiga rétt til þess að vera í ráðinu. En það eru:
Að jafnaði er einn fundur á ári hjá höfundaréttarráði.
Megintilgangur félagsins er að stuðla að góðri byggingarlist í landinu, efla samvinnu félagsmanna og standa vörð um hagsmuni þeirra.
Hér hefur ekkert verið skrifað sem er mjög undarlegt fyrir blaðamannafélag
Félagið gætir sameiginlegra hagsmuna bókaútgefenda og vinnur að því að efla bókmenningu og bóklestur á Íslandi og auka áhuga barna og unglinga á bóklestri.
Markmið FÍL er að vinna að bættum kjörum fyrir félagsmenn og sjá um að hagsmunum þeirra sé sem best borgið. FÍL gerir kjarasamninga við hin ýmsu félög og stofnanir s.s. Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Akureyrar, Íslensku Óperuna, RÚV – Hljóðvarp og sjónvarp, SÍA ( Samband íslenskra auglýsingastofa), og Kvikmyndaframleiðendur. FÍL kemur einnig að samningagerð leikara við Þjóðleikhúsið. Í tilfellum þar sem enginn kjarasamningur er til, þá hefur FÍL útbúið lágmarksgjaldskrá sem félagsmenn eru hvattir til að fara eftir þar til samningar nást. Einnig hefur FÍL samning við lögfræðiskrifstofu sem gætir hagsmuna okkar skjólstæðinga og er ráðgefandi ef upp koma álitamál.
Aðalmarkmið FÍT er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna. Hvers kyns fræðsla og samvinna er á stefnuskrá FÍT. Félagið skipuleggur námskeið og sýningarhald, fræðslufundi og fyrirlestra, sér um að samkeppnisreglur séu virtar og er í samstarfi við sambærileg félög erlendis. Félagið beitir sér fyrir því að styrkja vinnuumhverfi teiknara og efla meðvitund félagsmanna um eigin rétt, m.a. með útgáfu á fréttabréfi fjórum sinnum á ári.
Félag kvikmyndagerðarmanna er heildarsamtök kvikmyndagerðarmanna og stendur vörð um hagsmuni þeirra og höfundarrétt.
Félag kvikmyndagerðarmanna er skipulagt á grundvelli hinna ýmsu starfsgreina innan kvikmyndagerðar svo sem kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu, kvikmyndastjórnunar osfv. Þó félagið sé fagfélag en ekki stéttarfélag vinnur það að hagsmunamálum félagsmanna eins og gerð samninga, en stór hluti kvikmyndagerðarmanna á Íslandi er sjálfstætt starfandi.
Félag kvikmyndagerðarmanna er opið öllu fagfólki í kvikmyndagerð.
Félag Leikmynda- og búningahöfunda var stofnað 18. maí 1994 í því skyni að vernda höfundaréttarhagsmuni leikmynda- og búningahöfunda í atvinnuleikhúsum, kvikmyndum og sjónvarpi og til að efla kynningu á verkum leikmynda- og búningahöfunda.
Þegar talað er um Félag leikstjóra á Íslandi, er rætt um hóp fagaðila innan sviðslistarinnar er hefur þann metnað að standa vörð um höfundarétt og gæta hagsmuna leikstjóra, listrænt sem og félagslega.
Fjölís er hagsmunafélag samtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfundaréttar og nýtt eru með ljósritun eða annarri hliðstæðri eftirgerð rita.
FRAFL veitir lögfræðiráðgjöf og aðstoð við samningsgerð fyrir listamenn, stofnanir og fyrirtæki vegna höfundaréttar listaverka, tryggingarmála eða samningsgerðar hvers konar.
Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.
Hagsmunafélag ljósmyndara.
Myndstef var stofnað árið 1991. Tilgangur Myndstefs er að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberrar endurbirtingar og sýningar á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði. Myndstef innheimtir þóknun fyrir notkun á höfundarétti félagsmanna sinna og kemur henni til skila til þeirra.
Myndstef fylgist einnig með og leitast við að hafa áhrif á þróun laga og reglna svo og viðskiptahátta á þessu sviði og annast samningagerð félagsmanna við opinbera aðila og einkaaðila um höfundaréttarleg hagsmunamál félagsmanna.
Hinn 7. september 1992 hlaut Myndstef lögformlega viðurkenningu Menntamálaráðuneytisins til þess að annast hagsmunagæslu fyrir myndhöfunda, sbr. neðangreinda tilvísun úr bréfi ráðuneytisins:
"Að fengnum meðmælum Höfundaréttarnefndar veitir Menntamálaráðuneytið Myndhöfundasjóði Íslands Myndstefi lögformlega viðurkenningu í samræmi við 2. mgr. 25. gr. höfundalaga nr. 73/1972 svo sem þeim var breytt með 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/1992, enda uppfylli samtökin skilyrði ákvæðisins og takist á hendur ábyrgð vegna krafna utanfélagsmanna um greiðslur fyrir afnot sem byggjast á samningi sem Myndstef hefur gert."
Samþykktir Myndstefs voru staðfestar af menntamálaráðherra 10. júlí 1995 sbr. Stjórnartíðindi B 72/1995 og gjaldskrá staðfest 29. janúar 2001.
Rithöfundasamband Íslands er stéttarfélag rithöfunda. Rétt á félagsaðild eiga íslenskir rithöfundar og erlendir höfundar sem hafa fasta búsetu á Íslandi. Tilgangur félagsins er m.a. að gæta hagsmuna og réttar félagsmanna og að verja frelsi og heiður bókmenntanna. Stjórn Rithöfundasambands Íslands gerir samninga við útgefendur, leikhús, fjölmiðla, stofnanir og aðra aðila sem birta eða hafa afnot af verkum félagsmanna. Einnig setur stjórn félagsins einhliða gjaldskrár þar sem það á við. Rithöfundasamband Íslands er aðili að Bandalagi íslenskra listamanna, Norræna rithöfunda- og þýðendaráðinu og Evrópska rithöfundaráðinu. Rithöfundasambandið hefur aðsetur sitt í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds við Dyngjuveg 8 í Reykjavík.
Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982. SÍM er hagsmuna og stéttarfélag liðlega 700 starfandi myndlistarmanna. SÍM samanstendur af eftirtöldum aðildarfélögum og félagsmönnum þeirra ásamt félögum með einstaklingsaðild að SÍM: Félagi íslenskra myndlistarmanna (FÍM), Íslenskri grafík, Leirlistarfélaginu, Myndhöggvarafélaginum í Reykjavík (MHR), Félagi íslenskra samtímaljósmyndara, Myndlistarfélaginu og Textílfélaginu.
SÍM aðstoðar félagsmenn í faglegum málum s.s. í sambandi við höfundarétt, vsk, tryggingar, flutninga, tollamál, sýningahald og lögfræðileg atriði.
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, er samband sjálfstæðra íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem framleiða allar gerðir kvikmynda. Heimili og varnarþing SÍK er í Reykjavík. Enskt heiti félagsins er Association of Icelandic Film Producers.
Tilgangur félagsins er að efla íslenska kvikmyndagerð og gæta hagsmuna og réttar sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda. Félagið kemur fram fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum, menningarstofnunum, fjölmiðlum og öðrum félagasamtökum. Til að ná fram markmiðum sínum getur félagið leitað eftir samstarfi við félög kvikmyndaframleiðenda erlendis og önnur fagfélög í kvikmyndagerð heima og erlendis.
Ekkert skrifað um kvikmyndaleikstjórasamtökin
Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda eru innheimtusamtök tónlistarflytjenda og hljómplötuframleiðenda stofnuð með heimild í 47. grein höfundalaga nr. 73/1972. Tilgangur sambandsins er að gæta réttar flytjenda og hljómplötuframleiðenda til þóknunar fyrir afnot af markaðshljóðrita eins og fram kemur í samþykktum SFH nr. 228/173 og birt var í B-deild Stjórnartíðinda.
Creative Commons er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að gera okkur öllum auðveldara að skapa menningarlegar afurðir og njóta menningar okkar á stafrænu formi.
Creative Commons er safn af leyfisskilmálum sem höfundar geta sett á hugverkin sín og með því leyfa öðrum að nota verkin svo framarlega sem skilmálarnir eru virtir. Þeir sem vilja njóta hugverkanna geta þá með einföldum og myndrænum hætti séð hvernig má nota verkin.
Markmið skilmálanna er að auka notkun, sköpun og upplifun af hugverkum með því að skapa endurnýtanlegt og endurnjótanlegt hugverkasafn.
Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. Gætir hagsmuna tónskálda og höfunda texta að tónlist á sviði flutningsréttar.