Umfjöllun um höfundarétt

Höfundaréttur fjallar um vernd hugverka. Þessi réttindi geta verið ýmiskonar, lista- og bókmenntaverk og önnur tengd réttindi. Verndin/einkarétturinn er síðan afmarkaður með lögum. Ákvæði laga á sviði höfundaréttar fela í sér einkarétt eiganda þessara réttinda á að nota umrædd verk í atvinnuskyni.

Lögin fela í sér að aðrir en eigendur slíkra réttinda mega ekki nota umrædd réttindi heimildarlaust í atvinnuskyni. Höfundur, samkvæmt höfundalögum, hefur einkarétt á því að birta sitt verk í þeim tilgangi að gera það aðgengilegt almenningi, til dæmis með sölu. Hugmyndin bakvið höfundarétt er sú að hver maður eigi rétt af „afrakstri“ eigin vinnu og eru þetta svipuð sjónarmið og gilda varðandi eignir almennt.

Í dag skipta höfundaréttindi og gríðarlegu máli og eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Mikil framför hefur orðið á allra síðustu árum þegar kemur að möguleikum til fjöldaframleiðslu verka ásamt því að almenningur á nú mun auðveldara að koma sínu efni eða annarra á framfæri.

Réttlætingar og kenningar um höfundarétt takla flest mið að réttum einstaklingsins, þar sem að þetta sé hans náttúrulegi og fjárhagslegi réttur og sífelldur þrýstingur er á aukna vernd.

Ákveðnar takmarkanir eru til staðar í lögunum sem telja má nauðsynlegar þetta eru t.a.m. tímatakmarkanir, takmarkanir á hvað getur notið verndar, frátekinn réttur til einkanota og sérstakar takmarkanir byggðar á siðferðislegum sjónarmiðum.